Þingiðn styrkir Björgunarsveitina Garðar

Eins og kunnugt er hefur mikið verið um útköll hjá björgunarsveitum á Norðurlandi vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið síðustu daga og ekki er séð fyrir endann á. Ein af þeim björgunarsveitum sem þurft hefur að takast á við krefjandi verkefni er Björgunarsveitin Garðar. Að því tilefni samþykkti stjórn Þingiðnar á fundi í gærkvöldi að styrkja björgunarsveitina um kr. 250.000. Á meðfylgjandi mynd má sjá formann Þingiðnar, Jónas Kristjánsson, afhenda fulltrúum björgunarsveitarinnar þeim Ástþóri og Birgi gjöfina til sveitarinnar og konfekt til þeirra björgunarsveitarmanna sem standa vaktina í stjórnstöðinni. Afhending gjafarinnar fór fram í hádeginu.

 

Deila á