Á hverjum degi leita yfir hundrað manns á Skrifstofu stéttarfélaganna eftir upplýsingum í formi heimsókna á skrifstofuna og/eða með því að senda netpósta á starfsmenn. Það átti þó ekki við í gær enda brjálað veður á Húsavík. Sama staðan er í dag, veðrið er hundleiðinlegt og því fáir á ferðinni. Starfsmenn stéttarfélaganna börðust til vinnu í morgun og eru að venju klárir að þjónusta félagsmenn í dag þrátt fyrir að þó nokkuð sé um að fyrirtæki og stofnanir séu lokaðar í dag.
Það er ekki mikið líf á Skrifstofu stéttarfélaganna upp á morguninn.