Góður fundur um leikskólamál

Framsýn stóð fyrir fundi með foreldrum ungbarna á Húsavík í síðustu viku ásamt stjórnendum Norðurþings. Umræðuefnið var aðgengi ungbarna að Leikskólanum Grænuvöllum og hækkanir leikskólagjalda. Einnig urðu umræður um álögur vegna fasteignagjalda á Húsavík. Fundurinn var fjölsóttur og voru fundarmenn sammála um að hann hefði verið upplýsandi og góður. Foreldrar höfðu ákveðið frumkvæði að fundinum en þau leituðu til Framsýnar með ósk um aðkomu félagsins að málinu sem að sjálfsögðu var orðið við.

Deila á