Ritstjóri, blaðamenn og yfirsetjari Fréttabréfs stéttarfélaganna eru í óða önn að klára uppsetningu á fréttabréfinu með það að markmiði að það fari í prentun á morgun. Það þýðir að blaðið mun væntanlega berast lesendum í lok vikunnar. Það er sem sagt allt á fullu varðandi útgáfu á jólablaði stéttarfélaganna sem að venju er fullt af fræðandi og skemmtilegu lesefni. Meðfylgjandi mynd er af Heiðari Kristjánssyni sem er í þessum skrifuðu orðum að setja upp blaðið góða sem gefið er út í tæplega 2000 eintökum og dreift til lesenda í Þingeyjarsýslum og áskrifanda víða um land.