Lokafundur stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar á árinu fór fram síðasta föstudag. Trúnaðarmönnum á vinnustöðum, starfsmönnum stéttarfélaganna og stjórn Framsýnar-ung var einnig boðið að sitja fundinn. Fundurinn hófst með venjubundnum hætti með dagskrá. Þegar hún var tæmd tók skemmtinefnd kvöldsins við „Gimbrarnar sjö“ við stjórnun fundarins með skemmtidagskrá sem stóð fram eftir kvöldi. Boðið var upp á heimatilbúin skemmtiatriði og að lokum spilaði Hrútabandið fyrir dansi. Veitingarstaðurinn Salka sá um veitingar kvöldsins sem voru í alla stað til mikillar fyrirmyndar. Fundurinn fór í alla staða vel fram en hefð er fyrir því innan Framsýnar að ljúka starfsárinu með góðum jólafundi þar sem blandað er saman gaman og alvöru. Hér koma nokkrar myndir frá lokafundi ársins hjá stjórn og trúnaðarráði Framsýnar ásamt góðum gestum sem starfað hafa fyrir félagið á árinu.