Setið fyrir svörum í Borgarhólsskóla

Formanni Framsýnar var boðið á starfsmannafund í Borgarhólsskóla í vikunni. Þar gafst yfirmönnum og starfsmönnum skólans, sem starfa eftir kjarasamningum Framsýnar og Starfsmannafélags Húsavíkur, tækifæri á að spyrja Aðalstein Árna út í ýmislegt varðandi kjara- og réttindamál. Hópur starfsmanna vinnur eftir kjarasamningum þessara tveggja félaga í skólanum. Starfsmenn lögðu fjölmargar spurningar fyrir formanninn. Fundurinn var mjög góður og málefnalegur enda frábært starfsfólk í Borgarhólsskóla á Húsavík. (Meðfylgjandi mynd er úr myndsafni stéttarfélaganna, tekin í Borgarhólsskóla)

 

 

 

 

Deila á