Mikki og Toggi komu í kaffi

Það er alltaf líf og fjör á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Daglega koma margir við á skrifstofunni til að leita sér upplýsinga. Tveir góðir komu við í gær, þeir Michael Þórðarson og Þorgrímur Sigurjónsson, sem eru hættir á vinnumarkaði eftir langa starfsæfi. Þeir eru félagsmenn í Framsýn og eru heppnir að vera í stéttarfélagi þar sem menn viðhalda áunnum réttindum þrátt fyrir að vera hættir á vinnumarkaði og greiði því ekki lengur félagsgjald til Framsýnar. Þeir tóku spjall við starfsmenn stéttarfélaganna og lögðu formanni Framsýnar lífsreglurnar.

 

Deila á