Vilt þú komast á þing fyrir Framsýn?

Framundan eru tvö þing á vegum verkalýðshreyfingarinnar sem Framsýn þarf að senda fulltrúa á í september og október. Félagsmenn sem hafa áhuga á að gefa kost á sér sem fulltrúar félagsins eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á netfangið kuti@framsyn.is.

Þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið á Illugastöðum föstudaginn 27. september og fram að hádegi á laugardeginum. Gist verður eina nótt á Illugastöðum. Framsýn á rétt á 22 fulltrúum. Um er að ræða áhugavert og skemmtilegt þing fyrir fólk sem hefur áhuga fyrir sínum málum er snýr að kjara,- atvinnu og byggðamálum. Framsýn greiðir allan kostnað við þingið sem og verði menn fyrir vinnutapi eða kostnaði við að koma sér á þingið. Skorað er á félagsmenn að gefa kost á sér á þingið.

Þing Starfsgreinasambands Íslands verður haldið í Reykjavík 24 og 25. október/fimmtudagur-föstudagur. Framsýn á rétt á 5 fulltrúum. Framsýn greiðir allan kostnað við þingið sem og verði menn fyrir vinnutapi eða kostnaði við að koma sér á þingið.

Deila á