Stutt eftir af ferðaþjónustutímabilinu

Nú er háannatíma ferðaþjónustunnar að ljúka hvað á hverju. Hér á Skrifstofu stéttarfélaganna koma reglulega erlendir starfsmenn ferðaþjónustunnar sem eru á heimleið eftir sumartörnina. Þannig er sá hluti ferðaþjónustunnar sem einungis er starfandi yfir sumarið að klára sína vertíð. Þannig er staðan á Hótel Eddu á Stjöru-Tjörnum en þar lokaði fyrir skömmu eftir annasamt sumar. Myndina af ofan tók starfsmaður stéttarfélaganna á dögunum af hluta starfsfólks Hótel Eddu á Stóru-Tjörnum sem var í óða önn við að undirbúa lokun hótelsins.

Deila á