Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að kalla eftir upplýsingum frá veiðiheimilum á félagssvæði Framsýnar varðandi starfskjör starfsmanna enda eitt af hlutverkum stéttarfélaga að fylgjast með kjörum, aðbúnaði og réttundum þeirra sem eru á vinnumarkaði og falla undir kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Flest störf í veiðiheimilum falla undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að, það er fyrir utan þau störf sem unnin eru af fagmenntuðu fólki s.s. lærðum þjónum og matreiðslumönnum. Í bréfi Framsýnar til veiðiheimilanna er kallað eftir ráðningarkjörum starfsmanna, ráðningarfyrirkomulagi, aðild að stéttarfélögum, fjölda starfsmanna og eftir hvaða kjarasamningum starfsmenn starfa eftir á veiðiheimilunum.
Þá má geta þess að málefni starfsmanna sem starfa á veiðiheimilum voru til umræðu á formannafundi Starfsgreinasambands Íslands í síðustu viku. Þar var samþykkt að kalla eftir þessum upplýsingum frá þeim aðilum sem reka veiðiheimili víða um land.