Félagsmenn Framsýnar fengu samtals greiddar kr. 20.702.621,- í námsstyrki úr kjarasamningsbundnum fræðslusjóðum á árinu 2018, það er með styrkjum úr Fræðslusjóði Framsýnar.
Styrkirnir skiptast þannig milli sjóða:
279 félagsmenn fengu greidda styrki úr Landsmennt kr. 12.868.294,-.
6 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sjómennt kr. 407.625,-.
13 félagsmenn fengu greidda styrki úr Ríkismennt kr. 602.759,-.
38 félagsmenn fengu greidda styrki úr Fræðslusjóði verslunar og skrifstofufólks kr. 2.680.362,-.
78 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sveitamennt kr. 3.843.581,-.
Að auki fengu 5 félagsmenn styrki úr Fræðslusjóði Framsýnar kr. 300.000,-.