Eins og undanfarin ár munu stéttarfélögin standa fyrir sumarferð í ár. Hún verður farin laugardaginn 17. ágúst og verður dagsferði í Flateyjardal.
Lagt verður af stað frá Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26 klukkan 8:30. Tíminn verður því með ferðalöngum í liði enda margt að skoða í þessari földu nátturuperlu. Heimkoma er áætluð um kvöldmatarleitið. Fararstjórn er í höndum Óskar Helgadóttur varaformanns Framsýnar en hún þekkir hverja þúfu á þessum slóðum.
Skráning er á Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464 6600.