Óska eftir fundi með Vinnumálastofnun

Framsýn hefur í samráði við Norðurþing óskað eftir fundi með Vinnumálastofnun. Tilefni fundarins er að taka upp til umræðu stöðu fólks sem er í atvinnuleit eða er á vinnumarkaði með skerta starfsgetu. Samkvæmt lögum á Vinnumálastofnun að sinna þjónustu við þessa hópa auk þess að sinna ákveðnu vinnustaðaeftirliti. Að mati Framsýnar eru þessi mál ekki í nægjanlega góðu horfi eftir að þjónusta við þessa hópa var skorin niður og þjónustan flutt til Akureyrar. Áður var Vinnumálastofnun með þjónustu við atvinnuleitendur í Þingeyjarsýslum.

 

Deila á