Framsýn stéttarfélag tók þátt í spurningavagni Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri þar sem lagðar voru fyrir nokkrar spurningar um félagið í formi netkönnunar og fór könnunin fram dagana 7. – 25. mars 2019 í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum. Alls svöruðu 1552 manns könnuninni, þar af 451 þátttakendur í Þingeyjarsýslum og var svarhlutfall 69.5%, af þeim voru 216 í Framsýn.
Eins og sjá má á meðfylgjandi kökuriti er stormandi ánægja með sýnileika félagsins en ekki einn einasti þátttakandi könnunarinnar lýsti yfir snefil af óánægju með hann.