Atvinnuástandið í jafnvægi- Örfrétt frá aðalfundi

Atvinnuástandið í Þingeyjarsýslum hefur almennt verið með miklum ágætum og því hefur lítið verið um atvinnuleysi. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun fengu 143 félagsmenn Framsýnar greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 2018 samtals kr. 134.144.517,-. Með mótframlagi kr. 10.731.561,- námu heildargreiðslur alls kr. 144.876.078,-. Sambærilegar tölur fyrir árið 2017 eru eftirfarandi. Alls fengu 137 félagsmenn Framsýnar greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 2017 samtals kr. 82.952.573,-. Með mótframlagi kr. 6.636.206,- námu heildargreiðslur alls kr. 89.588.779,-.

Deila á