Í gær afhendi formaður Þingiðnar, Jónas Kristjánsson, Barna og unglingaráði Völsungs nýjan Pönnuvöll sem verður staðsettur á keppnis- og æfingasvæði Völsungs. Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs tók við gjöfinni fh. félagsins og þakkaði Þingiðn kærlega fyrir gjöfina sem kæmi að góðum notum í öflugu starfi félagsins, ekki síst fyrir unga iðkendur. Þá hefur félaginu borist kveðja frá Barna- og unglingaráði Völsungs. Þar kemur fram: Barna- og unglingaráð vill þakka fyrir veglega gjöf sem iðkendur eru þegar farnir að njóta góðs af. Teljum „Pönnuvelli“ vera virkilega góðan stað fyrir börn til að geta bætt sína knatttækni.
Stórir og smáir kunna að meta nýja Pönnuvöllinn.
Ekki er ólíklegt að formaður Þingiðnar sé að segja ungum Völsungum til en hann spilaði á sínum tíma með Geisla í Aðaldal við góðan orðstír.