Aðalfundur Framsýnar fór fram í gærkvöldi, húsfyllir var á fundinum sem fór vel fram. Fjölmörg mál voru á dagskrá fundarins sem fjallað verður sérstaklega um á heimasíðunni á næstu dögum og í Fréttabréfi sem kemur út um miðjan mánuðinn. Ánægjulegt var að sjá hvað ungt fólk var áberandi á fundinum og voru þau virk í umræðum um einstaka liði.