Til skoðunar að kaupa íbúð á Akureyri

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi félagsins þess efnis að félagið skoði kaup á íbúð á Akureyri fyrir félagsmenn. Þannig verði komið til móts við þá félagsmenn sem þurfa að dvelja á Akureyri vegna læknisferða, einkaerinda eða orlofs. Samþykki aðalfundurinn tillöguna verður hafin leit að íbúð fyrir félagsmenn.

Deila á