Könnun RHA staðfestir mikla ánægju með starfsemi Framsýnar

Framsýn tók þátt í spurningavagni Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri þar sem lagðar voru fyrir nokkrar spurningar um félagið í formi netkönnunar og fór könnunin fram dagana 7. – 25. mars 2019 í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum. Alls svöruðu 1552 manns könnuninni, þar af 451 þátttakendur í Þingeyjarsýslum og var svarhlutfall 69.5%, af þeim voru 216 í Framsýn. Niðurstaðan er glæsileg fyrir starfsemi Framsýnar eins og meðfylgjandi samantekt, súlurit og kökurit bera með sér. Félagsmenn eru mjög ánægðir með alla þá þætti sem spurt var út í sem eru helstu viðfangsefni félagsins. Það er stefnu Framsýnar í kjaramálum, sýnileika félagsins, viðmót starfsmanna, niðurgreiðslu flugs, orlofskosti og heimasíðu félagsins. Ánægjan er á bilinu frá 96,5% upp í 100% þegar horft er til þeirra sem sögðust ánægðir eða óánægðir með starfsemi félagsins.

Deila á