Framsýn gerði athugasemdir við leikskólagjöld í Norðurþingi sem eru með þeim hæstu á landinu samkvæmt skoðunarkönnun ASÍ. Svarbréf fjölskyldudeildar Norðurþings hefur borist, þar sem Framsýn er þakkað bréfið og það aðhald sem felst í þeirri frumkvæðisvinnu að leitast við að spyrja spurninga sem hafa áhrif á kostnað íbúa sveitarfélagsins af þjónustu þess. Fjölskylduráð bendir á það í bréfinu að tölur sem liggja fyrir hjá ASÍ séu ekki nýjar og þar sé ekki tekið tillit til góðrar þjónustu sem krefst meiri manafla, þ.m.t. vegna rýmri vistunartíma. Bent er á að engir biðlistar séu hjá leikskólum Norðurþings, börn séu innrituð frá 1 árs aldri og innritað sé þrisvar til fjórum sinnum á ári. Á það beri því að líta að þjónustustig leikskóla í Norðurþingi sé hátt, en kostnaður við reksturinn lendi aðeins að litu leit á foreldrum, eða um 12%. Sveitarfélag Norðurþings og fjölskylduráð mun hins vegar leita leiða til að lækka þennan kostnað, án þess að það komi niður á þjónustustiginu og lítur á erindi Framsýnar sem brýningu í þeim efni.
Bréf fjölskylduráðs Norðurþings var tekið fyrir á stjórnar- og trúnaðarráðsfundi Framsýnar á þriðjudaginn. Það er von Framsýnar að leikskólagjöldin verði endurskoðuð og lækkuð til samræmis við önnur sveitarfélög. Hins vegar er ekki auðvelt að bera saman þjónustu leikskólanna með tilliti til leikskólagjalda.