Aðalfundur Framsýnar verður fimmtudaginn 4. júlí

Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags verður haldinn fimmtudaginn 4. júlí kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Til fundarins er boðað samkvæmt lögum félagsins.

Dagskrá: 

 1. Venjuleg aðalfundarstörf
  • Félagaskrá
  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningar
  • Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga
  • Kjör í stjórnir, nefndir og ráð
  • Kosning löggilts endurskoðana/endurskoðunarskrifstofu
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun árgjalda
  • Laun aðalstjórnar, trúnaðarmannaráðs, nefnda og stjórna innan félagsins

2. Önnur mál

Tillögur sem liggja fyrir aðalfundinum frá stjórn og trúnaðarráði félagsins eru aðgengilegar inn á heimasíðu félagsins, framsyn.is

Athygli er vakin á 32. grein laga félagsins – Ráðstöfun úr sjóðum félagsins:
„Tillögur stjórnar, trúnaðarmannaráðs og félagsmanna um meiriháttar ráðstöfun úr sjóðum félagsins sem bornar eru upp á aðal- eða félagsfundi til samþykktar, skal lýst í fundarboði. Berist slík tillaga eftir fundarboð, er hún tæk fyrir fundinn hafi hún borist stjórn félagsins með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir boðaðan fund. Skal þá stjórn félagsins fjalla um tillöguna og láta hana liggja frammi á skrifstofu félagsins til kynningar fyrir félagsmenn í a.m.k. 5 virka daga.“

Í lok fundar verður boðið upp á kaffiveitingar og smá glaðning. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðu um starfsemi félagsins og komandi verkefni á næstu árum. 

Tillögur sem liggja fyrir aðalfundinum frá stjórn og trúnaðarráði félagsins:

Tillaga 1: Ráðstöfun á tekjuafgangi

Tillaga er um að tekjuafgangi ársins verði ráðstafað til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé frá fyrra ári.

Tillaga 2: Löggiltur endurskoðandi félagsins

Lagt er til að endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. sjá um endurskoðun á bókhaldi félagsins fyrir starfsárið 2019.

Tillaga 3: Um félagsgjald

Tillaga er um að félagsgjaldið verði áfram óbreytt, það er 1% af launum félagsmanna.

Tillaga 4: Laun aðalstjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og stjórna innan félagsins

Tillaga er um að laun aðalstjórnar, trúnaðarráðs og stjórna deilda innan félagsins verði óbreytt milli ára. Hins vegar verði gerð breyting á launum vegna fundarsetu í öðrum föstum stjórnum, ráðum og nefndum. Greiddir verði tveir tímar fyrir setinn fund í stað klukkutíma eins og reglurnar kveða á um í dag.

Laun stjórnar og annarra félagsmanna í trúnaðarstörfum fyrir félagið starfsárið 2019-20

Stjórn og varastjórn Framsýnar:

Þrír tímar í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks
Formaður + varaformaður 1,5 tími í undirbúning og frágang funda til viðbótar

Trúnaðarmannaráð Framsýnar:

Þrír tímar í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks

Stjórnir deilda Framsýnar, það er Sjómannadeildar og Deildar verslunar- og skrifstofufólks:

Tveir tímar í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks
Formaður 1,5 tími í undirbúning og frágang funda til viðbótar

Aðrar fastar stjórnir og nefndir kjörnar á aðalfundi fyrir Kjörstjórn, Kjörnefnd, Sjúkrasjóð, Vinnudeilusjóð, Orlofssjóð, Fræðslusjóð, Ungliðaráð, Siðanefnd, Laganefnd, 1. maí nefnd og skoðunarmenn reikninga:

Einn Tveir tímari í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks

Akstursgreiðslur:

Varðandi akstur á fundi á vegum félagsins eða aðildar samtaka sem félagsmenn eru sérstaklega boðaðir á greiðist kílómetragjald Ferðakostnaðarnefndar ríkisins eins og það er á hverjum tíma. Félagsmenn sem þetta á við um, skulu leitast við að ferðast saman á fundi.

Tillaga 5

Um heimild stjórnar og trúnaðarráðs að efla Vinnudeilusjóð

Aðalfundurinn samþykkir að heimila stjórn og trúnaðarráði að efla vinnudeilusjóð félagsins með tilfærslu á fjármagni milli Félagssjóðs og Vinnudeilusjóðs.

 

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar

 

Deila á