Nýr starfsmaður til starfa hjá VÞ

Verkalýðsfélag Þórshafnar hefur ráðið nýjan starfsmann á skrifstofu félagsins, Anetu Potrykus. Hún mun hefja störf þann 25. júní n.k. og taka að fullu við rekstri skrifstofunnar þann 25. júlí n.k. en þá mun núverandi starfsmaður Sigríður Jóhannesdóttir láta af störfum. Svala Sævarsdóttir mun sitja áfram sem formaður félagsins en hún tók aftur við formennsku félagsins á síðasta aðalfundi þess.

Aneta er búsett á Þórshöfn ásamt manni sínum Dawid Potrykus og eiga þau saman 6 börn. Hún hefur BS próf í stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu frá Lodz. Aneta starfaði áður í Landsbankanum á Þórshöfn og hefur einnig unnið við ýmis afgreiðslustörf. Aneta er pólsk að uppruna en hefur búið ásamt fjölskyldu sinni á Íslandi í 12 ár. Sigríður Jóhannesdóttir sem lætur nú af stöfum hefur starfað á skrifstofu félagsins síðan 1. september 2016. Eru henni hér með færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins um leið og Aneta er boðin velkomin til starfa.

 

Deila á