Kynningarfundir með starfsmönnum PCC

Framsýn og Þingiðn standa fyrir kynningarfundum með starfsmönnum PCC á næstu dögum um nýgerðan kjarasamning. Um er að ræða þrjá fundi, sá fyrsti byrjar í dag kl. 18:00 með framleiðslustarfsmönnum. Annar fundur með framleiðslustarfsmönnum, sem komast ekki á fundinn í dag, verður haldinn á föstudaginn kl. 17:00. Síðar þann sama dag eða kl. 18.00 verður haldinn kynningarfundur fyrir iðnaðarmenn innan Þingiðnar. Atkvæðagreiðslu um samninginn lýkur svo á þriðjudaginn, 18. júní kl. 16:00. Kosning og kynning á samningnum fer fram í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26.

Deila á