Kynningarfundi lokið – atkvæðagreiðsla hafin

Framsýn og Þingiðn hafa boðað til þriggja kynningarfunda um nýgerðan sérkjarasamning félaganna við PCC BakkiSilicon hf. Rétt í þessu var fyrsta fundinum að ljúka. Tveir fundir eru svo fyrirhugaðir á föstudaginn. Starfsmenn geta kosið á fundunum og þá gefst þeim einnig tækifæri á að koma við á skrifstofu félaganna og kjósa til þriðjudagsins 18. júní. Klukkan fjögur þann dag klárast atkvæðagreiðslan. Með þessari frétt má sjá myndir sem teknar voru eftir að atkvæðagreiðslan hófst um samninginn kl. 19:00 í kvöld.

Deila á