Reiknað með að skrifað verði undir í dag

Samkvæmt áræðanlegum heimildum heimasíðunnar er líkilegt að skrifað verði undir sérkjarasamning PCC BakkiSilicon og stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar í dag. Viðræður aðila hafa gengið vel síðustu daga og fátt því til fyrirstöðu að skrifað verði undir nýjan samning í dag. Formaður Framsýnar fór suður í morgun til frekari viðræðna við Samtök atvinnulífsins og til að leita leiða til að klára gerð samningsins. Hann var hóflega bjartsýn þegar tók á flug til Reykjavíkur rétt í þessu með Flugfélaginu Erni um að samningar tækjust í dag.

Deila á