Sumarkaffi á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir kaffiboði á Raufarhöfn á föstudaginn í Kaupfélaginu. Um er að ræða árvissan viðburð sem notið hefur töluveðra vinsælda meðal bæjarbúa. Um 100 manns komu og þáðu kaffi, konfekt og tertu sem Kvenfélagið á Raufarhöfn lagði til. Að þessu sinni var kaffiboðið haldið í Kaupfélaginu sem kom mjög vel út enda notalegur staður. Auk þess að snæða góða tertu gafst heimamönnum tækifæri á að ræða við formann, varaformann og eftirlitsmann stéttarfélaganna um allt milli himins og jarðar en þeir voru á staðnum. Ástæða er til að þakka eigendum Kaupfélagsins fyrir aðstoðina og afnotin af staðnum.

Deila á