Fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn funduðu í gær með forsvarsmönnum PCC á Bakka og Samtökum atvinnulífsins. Fundinum lauk um kl. 22:00 í gærkvöldi án árangurs. Fullur vilji er til þess að halda viðræðum áfram með það að markmiði að klára samninginn á næstu dögum. Næsti formlegi fundurinn hefur ekki verið ákveðinn.