Starfsmaður/formaður óskast á skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar

Verkalýðsfélag Þórshafnar auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu félagsins í 65% starf. Æskilegt er að viðkomandi sé einnig til í að taka að sér formennsku í félaginu.
Hæfniskröfur: Heiðarleiki, þjónustulund og tölvukunnátta, reynsla af skrifstofustörfum er kostur.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en í júlí 2019.
Starfið er nokkuð fjölbreytt og skemmtilegt, vinnutími samkomulagsatriði að einhverju leyti. Laun skv.kjarasamningi LIV.
Umsóknum skal skilað til skrifstofu VÞ Langanesvegi 18, 680 Þórshöfn eða í tölvupósti á verkthor@simnet.is fyrir 31. maí n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir Sirrý í síma 894-7360 eða Svala í síma
899-0243

Deila á