Sunna og Guðmunda Steina þátttakendur á ungliðafundi SGS

Nú stendur yfir tveggja daga fundur á vegum Starfsgreinasambands Íslands á Hótel Hallormsstað. Um er að ræða ungliðafund aðildarfélaga sambandsins. Fulltrúar Framsýnar á fundinum eru Sunna Torfadóttir og Guðmunda Steina Jósefsdóttir. Þær fóru frá Húsavík í morgun og eru væntanlegar heim síðdegis á morgun. Það helsta sem verður til umræðu á fundinum eru kjaramál, áskoranir ungs fólks á vinnumarkaði, alþjóðlegur vinnumarkaður og notkun samfélagsmiðla. Innan Framsýnar er rekið öflugt ungliðastarf og eru þær Sunna og Guðmunda í stjórn Framsýnar-ung. Þær komu við á skrifstofu Framsýnar í morgun áður en þær lögðu í ferðalag austur á Hallormsstað þar sem fundurinn fer fram.

 

Deila á