Víða öflugir trúnaðarmenn við störf

Framsýn leggur mikið upp úr því að hafa öfluga trúnaðarmenn á vinnustöðum. Einn af þeim er Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sem nýlega var kjörin trúnaðarmaður í Jarðböðunum í Mývatnssveit. Fulltrúar Framsýnar heilsuðu upp á hana í gær þegar þeir áttu leið um svæðið. Að sjálfsögðu var Jóhanna Björg hress enda komin af hressu fólki úr Mývatnssveitinni fögru. Rétt er að hvetja starfsmenn og fyrirtæki að huga að því að velja sér trúnaðarmenn sem er bæði gefandi og skemmtilegt starf fyrir áhugasama einstaklinga.

Deila á