Spurt og spurt í Reykjahlíðarskóla

Fulltrúar Framsýnar gerðu góða ferð í Mývatnssveit í gær þar sem vinnustaðir voru heimsóttir auk þess sem komið var við í þeim ágætta skóla Reykjahlíðarskóla. Tilgangurinn var að fræða unglinga í 8 og 9 bekk um starfsemi stéttarfélaga og vinnumarkaðinn. Nemendurinr tóku boðskapnum vel og spurðu töluvert út í vinnumarkaðinn, réttindi verkafólks og starfsemi stéttarfélaga. Heimsóknin var afar ánægjuleg eins og alltaf þegar farið er í skólann. Sjá myndir af hressum nemendum.

Deila á