Nemendur í Stórutjarnaskóla fræðast um verkalýðsmál

Það er ákaflega mikilvægt fyrir ungt fólk sem er að hefja þátttökuí atvinnulífinu að fá fræðslu um um réttindi og ekki síður skyldur sínar á vinnumarkaði. Eitt af hlutverkum stéttarfélaga er að heimsækja grunn- og framhaldsskóla landsins og fræða þennan hóp þar um. Aðalsteinn Halldórsson starfsmaður Skrifstofu stéttarfélaganna fór nýverið í skólaheimsókn í Stórutjarnaskóla, þar sem hann hitti krakkana í 9 og 10 bekk og útskýrði m.a.fyrir þeim hlutverk stéttarfélaga, hvernig lesa ætti úr launaseðlum og ýmislegt gagnlegt sem öllum launþegum er þarft að tileinka sér. Aðalsteini var vel tekið, enda þessi góði hópur einstaklega fróðleiksfús. Þegar þetta unga fólk síðan í lok þessa mánaðar leggur námsbókum sínum tímabundið til hliðar og hefur störf víðsvegar um félagssvæði Framsýnar ættu þeim öllum að vera í fersku minni fyrirlestur Aðalsteins.

 

 

Deila á