Undirbúningur á fullu fyrir hátíðarhöldin

Búist er við miklu fjölmenni á hátíðarhöldin á Húsavík í dag sem hefjast kl. 14:00 í tilefni af baráttudegi verkafólks 1. maí. Baráttukonan Ásdís Skúladóttir leikstjóri og einn stofnenda Gráa hersins flytur hátíðarræðu dagsins sem fulltrúi eldri borgara, enda dagurinn tileinkaður baráttu eldri borgara. Söngfélagið Sálubót syngur nokkur lög undir stjórn Jaan Alavere. Eyþór Ingi og Guðni Ágústsson sjá um grín og gamanmál og að sjálfsöðu mun Eyþór Ingi einnig taka nokkur lög ásamt meðlimum úr Stjórninni, þeim Siggu Beinteins og Gretari Örvarssyni. Að sjálfsögðu verður síðan boðið upp á kaffi og tertur. Meðfylgjandi þessari frétt eru myndir sem teknar voru í gærkvöldi þegar unnið var að því að standsetja salinn fyrir daginn í dag.

 

Deila á