Á morgun kl. 16:00 lýkur kosningu um kjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins. Afar mikilvægt er að félagsmenn gefi sér tíma til að kjósa um samninginn. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, fór í vinnustaðaheimsóknir um páskana til að kynna samninginn fyrir félagsmönnum. Í gær, laugardag, átti hann fund með starfsmönnum í ferðaþjónustu Í Mývatnssveit. Vel var mætt á þann fund og lögðu fundarmenn fram fjölmargar spurningar sem formaður svaraði eftir bestu getu.