Vilt þú vera fulltrúi Framsýnar á ársfundi Lsj. Stapa

Ársfundur Stapa lífeyrisjóðs verður haldinn miðvikudaginn 8. maí nk. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst fundurinn kl. 14:00. Gögn vegna fundarins verða aðgengileg á heimasíðu sjóðsins www.stapi.is a.m.k. tveimur vikum fyrir ársfund. Ársfundurinn er opinn öllum sjóðsfélögum með málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem tilnefndir eru af aðildarfélögum sem aðild eiga að sjóðnum s.s. Framsýn stéttarfélagi. Framsýn leitar hér með til félagsmanna sem jafnframt eru sjóðsfélagar í Lsj. Stapa um að gefa kost á sér á ársfundinn fh. Framsýnar stéttarfélags. Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann félagsins, Aðalstein Árna Baldursson, eða með því að senda upplýsingar á netfangið kuti@framsyn.is.

 

Deila á