Góðir félagsfundir um nýgerða kjarasamninga

Framsýn stóð fyrir tveimur félagsfundum í gær á Húsavík, annars vegar fyrir erlenda félagsmenn kl. 17:00 og hins vegar fyrir almennum félagsfundi kl. 20:00. Báðir fundirnir voru góðir og sköpuðust töluverðar umræður um kjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins og útspil ríkistjórnarinnar. Í máli formanns kom fram að samningurinn væri með merkilegri samningum sem hann hefði komið að og að mikilvægt væri að menn gæfu sér tíma til að kjósa um samninginn en kosningin væri rafræn. Með því að fara inn á heimasíðu Framsýnar geta menn kosið sem voru við störf í janúar og febrúar. Þá er einnig hægt að kjósa á skrifstofu félagsins með gamla laginu vilji menn það.

Deila á