Verslunarmenn kátir

Framsýn stóð fyrir félagsfundi í gærkvöldi um nýgerðan kjarasamning Framsýnar/LÍV og Samtaka atvinnulífsins. Formaður félagsins, Aðalsteinn Árni, fór yfir samninginn og yfirlýsingar ríkistjórnarinnar. Almennt voru fundarmenn jákvæðir fyrir samningnum og innleggi ríkistjórnarinnar til lausnar kjaradeilunni sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Atkvæðagreiðsla um samninginn er hafin á heimasíðu Framsýnar en hún er rafræn. Formaður sagði afar mikilvægt að félagsmenn kjósi um samninginn.

Miklar og góðar umræður urðu um kjarasamning Framsýnar/LÍV og Samtaka atvinnulífsins á félagsfundi Framsýnar í gærkvöldi. Fundarmenn lögðu fjölmargar spurningar fram fyrir formann félagsins sem svaraði eftir bestu getu.

 

Deila á