Kynningarfundur um kjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins

Framsýn stendur fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar sem undirritaður var 3. apríl. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna mánudaginn 15. apríl kl. 20:00. Samningurinn nær ekki til félagsmanna Framsýnar sem starfa hjá ríkinu eða sveitarfélögum. Félagar fjölmennið.

Þá er rétt að geta þess að atkvæðagreiðslan um samninginn verður rafræn og munu félagsmenn fá kjörgögn heim til sín í pósti.

Framsýn stéttarfélag

Deila á