Þekkingarnet Þingeyinga ásamt lögreglunni á Norðurlandi eystra heldur dyravarðanámskeið laugardaginn 13. apríl milli 9:00 og 18:00.
Námskeiðið verður haldið í fundarsal Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, Húsavík.
Við minnum á að félagsfólk stéttarfélaganna getur fengið hluta námskeiðsgjaldsins endurgreitt í gegnum starfsmenntunarleiðir stéttarfélaganna.