Fundir Samninganefndar SGS eru eðli máls samkvæmt lokaðir fundir og umræður þar trúnaðarmál. Vegna umræðu um einstök efnisatriði á heimasíðu Afls er ástæða til að staðfesta að formaður Framsýnar stéttarfélags lét á fundum nefndarinnar bóka andstöðu sína við hugmyndir sem voru til umræðu um breytingar á dagvinnutímabili, álög og fleira, áður en Framsýn tók samningsumboðið til sín.
Á fundum samninganefndar fara fram hreinskiptnar og kraftmiklar umræður og misjöfnum sjónarmiðum sýnd virðing eins og vera bera í félagslegum samtökum.
Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS