Stéttarfélögum fækkað í Þingeyjarsýslum

Þegar sagan er skoðuð er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á starfsemi stéttarfélaga með fækkun þeirra á síðustu áratugum. Þegar Alþýðusamband Íslands varð 75 ára þann 12. mars 1991 var útbúið Íslandskort með nöfnum þeirra stéttarfélaga sem voru innan sambandsins á þeim tíma. Þegar Þingeyjarsýslurnar eru skoðaðar voru eftirtalin stéttarfélög aðilar að ASÍ:

Verkalýðsfélag Húsavíkur

Verslunarmannafélag Húsavíkur

Sveinafélag Járniðnarmanna Húsavík

Byggingamannafélagið Árvakur

Vörubílstjórafélag Húsavíkur

Bílstjórafélag S- Þingeyjarsýslu

Verkalýðsfélag Presthólahrepps

Vörubílstjórafélagið Drífandi

Verkalýðsfélag Raufarhafnar

Verkalýðsfélag Þórshafnar

Vörubílstjórafélagið Þór

Í dag eru Framsýn stéttarfélag, Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar aðilar að Alþýðusambandi Íslands. Ekki er vitað hvað varð um bílstjórafélögin í Þingeyjarsýslum en Framsýn stendur í dag fyrir; Verkalýðsfélag Húsavíkur, Verslunarmannafélag Húsavíkur, Verkalýðsfélag Presthólahrepps og Verkalýðsfélag Raufarhafnar. Þá stendur Þingiðn fyrir Sveinafélag Járniðnarmanna Húsavík og Byggingamannafélagið Árvakur.

 

 

Deila á