Afsláttarkjör í boði á leiksýningu Leikfélags Húsavíkur

Um þessar mundir er Leikfélag Húsavíkur að hefja sýningar á leikritinu BARPAR. Um er að ræða áhugavert leikrit sem enginn ætti að missa af. Miðaverð er kr. 3000 en Framsýn/Þingiðn/STH hafa ákveðið að niðurgreiða leikhúsmiðana. Þannig fá félagsmenn þessara félaga miðann á kr. 2.000. Skilyrði fyrir því er að félagsmenn komi við á skrifstofu stéttarfélaganna og fái afsláttarmiða áður en þeir fara á leiksýninguna, að öðrum kosti gilda ekki afsláttarkjörin. Miðarnir gilda einungis fyrir félagsmenn.

 

Deila á