Tímamót – kallaður inn á miðstjórnarfund

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands kom saman til reglulegs fundar í gær í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Þau tímamót urðu að formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, tók þátt í sínum fyrsta miðstjórnarfundi. Það hefur ekki gerst áður að hann tæki þátt í störfum miðstjórnar og er sögulegt framhald af þeirri hallarbyltingu sem varð á þingi Alþýðusambandsins í haust þegar „órólega deildin“ náði fulltrúum inn í miðstjórn og verulegar breytingar urðu á fulltrúum í miðstjórn auk þess sem þrír nýir forsetar voru kjörnir. Aðalsteinn sem kjörin var í varamiðstjórn sambandsins í fyrsta skiptið í haust sat fundinn í forföllum Vilhjálms Birgissonar fyrsta varaforseta ASÍ sem óskaði sérstaklega eftir því að hann yrði kallaður inn sem varamaður fyrir hann.

Deila á