Til hamingju Efling – réttlætið sigraði

Fé­lags­dóm­ur hef­ur sýknað ASÍ af kröf­um Sam­taka at­vinnu­lífs­ins um að boðun verk­falls Efling­ar hafi verið ólög­mæt. Félagsdómur staðfesti þetta í dag.

SA töldu at­kvæðagreiðslu Efl­ing­ar hafa verið and­stæða lög­um enda verði vinnu­stöðvun, sem ein­ung­is sé ætlað að ná til ákveðins hóps fé­lags­manna, ein­ung­is bor­in und­ir þá fé­lags­menn sem vinnu­stöðvun er ætlað að taka til.

Einnig er vísað til þess að at­kvæðagreiðsla Efl­ing­ar hafi ekki verið póst­at­kvæðagreiðsla í skiln­ingi laga enda var at­kvæða að mestu aflað með kjör­fund­um fyr­ir utan ein­staka vinnustaði.

 

Deila á