Fullur stuðningur Framsýnar við kjarabaráttu Eflingar

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar samþykkti í morgun að senda frá sér ályktun til stuðnings fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum Eflingar stéttarfélags. Áfram Efling!!

„Framsýn stéttarfélag lýsir yfir fullum stuðningi við fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags þann 8. mars 2019. Kjaradeilurnar tengjast kjaradeilu félagsins við SA vegna endurnýjunar kjarasamnings starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi, sem rann út 31. desember 2018. Jafnframt kallar félagið eftir breiðri samstöðu verkafólks um land allt fyrir kröfunni um jöfnuð og mannsæmandi laun.“

Deila á