Öskudagurinn í máli og myndum

Það er búið að vera mikið stuð hér á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Það er eining um það meðal starfsfólks að aldrei hafi jafn margir komið og sungið á Öskudaginn eins og nú í ár. Sérstaklega var eftirtektarvert hvað margir stórir hópar barna sungu í dag, sannkallaður kórsöngur. Sömuleiðis voru óvanalega margir foreldrar með í för þetta árið sem er ánægjuleg breyting.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af prúðbúnu fólki sem söng á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag sem og öðrum skrautlegum gestum.

Deila á