Frábær samstaða hjá Eflingar fólki

Boðað verk­fall hrein­gern­ing­ar­fólks á hót­el­um 8. mars var samþykkt með 89% at­kvæða í at­kvæðagreiðslu Efl­ing­ar sem lauk í gærkvöldi.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að 862 hafi greitt at­kvæði og þar af hafi 769 samþykkt verk­fallið, 67 greitt at­kvæði gegn því og 26 ekki tekið af­stöðu. Á kjör­skrá voru 7.950 manns og var þátt­taka því rétt tæp 11%.

Enn frem­ur seg­ir að verk­falls­boðunin telj­ist þar með samþykkt og verði af­hent Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og rík­is­sátta­semj­ara á morg­un, 1. mars.

Efl­ing hyggst á morg­un til­kynna um víðtæk­ari verk­fallsaðgerðir sem verða sam­stillt­ar með VR og ná lengra fram í tím­ann. (frétt þessi byggir á frétt mbl.is)

Deila á