Ekkert um okkur án okkar!

Stjórn ASÍ-UNG hafnar alfarið órökstuddri aldursbundinni mismunun og ætlast til þess að byrjunarlaun miðist við 16 ára aldur.

Í núverandi kjarasamningum Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við stéttarfélög verkafólks og verslunarmanna (innan ASÍ) er kveðið á um að starfs­menn undir 20 ára séu á lægri taxtalaunum en þeir sem eldri eru.

Stjórn ASÍ-UNG telur óheimilt að mismuna einstaklingum sem sinna sömu eða jafnverðmætum störfum vegna aldurs.

ASÍ-UNG krefst þess að Samtök atvinnulífsins færi byrjunarþrepið niður í 16 ár og gæti þannig jafnræðis á vinnumarkaði.

Rétt er að taka fram að Framsýn tekur heilshugar undir með ASÍ-UNG um að ekki eigi að mismuna einstaklingum eftir aldri varðandi taxtalaun á vinnumarkaði.

 

Deila á