Ánægjulegt samstarf við PCC

PCC BakkiSilicon hf. og stéttarfélögin Þingiðn og Framsýn hafa tekið upp samstarf um að hluti af nýliðafræðslu starfsmanna fyrirtækisins verði að hlýða á fyrirlestur frá starfsmönnum stéttarfélaganna um vinnurétt og samskipti á vinnustöðum. Aðilar eru sammála um mikilvægi þess að nýir starfsmenn geri sér grein fyrir sínum helstu réttindum og ábyrgð þeirra gagnvart fyrirtækinu. Fyrsti fyrirlesturinn var í morgun kl. 08:00 þegar Aðalsteinn J. Halldórsson starfsmaður stéttarfélaganna var mætur á svæðið og messaði yfir nýjum starfsmönnum sem eru um þessar mundir að hefja störf hjá PCC á Bakka.

Starfsmenn voru áhugasamir um fyrirlesturinn og spurðu mikið út í efni fundarins.

Aðalsteinn J. messaði yfir starfsmönnum PCC í morgun.

Deila á