Vísa á fimmtudag

Framsýn hefur boðað til félagsfundar næstkomandi fimmtudag um stöðuna í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands og Landssambands íslenskra verslunarmanna.

SGS og LÍV fara með samningsumboð Framsýnar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. 

Þá vilja stéttarfélögin einnig þrýsta á að gerður verði kjarasamningur milli stéttarfélaganna og PCC á Bakka en stéttarfélögin fara sjálf með samningsumboðið hvað þann samning varðar. Með því að vísa deilunni og ef ekkert gengur frekar í viðræðum félaganna við PCC gætu félögin boðað til aðgerða í mars.

Fyrir félagsfundinum liggur tillaga um að draga samningsumboðið til baka frá SGS og LÍV vísi samböndin ekki kjaradeilunni fyrir fimmtudaginn til ríkissáttasemjara. Mikillar óánægju gætir innan félagsins með að SGS og LÍV hafi ekki þegar vísað deilunni. Þess vegna hefur stjórn félagsins ákveðið að boða til félagsfundar á fimmtudaginn með það að markmiði að taka kjaramálin til umræðu og meta stöðuna með félagsmönnum.

 

Reiknað er með að félagsfundur Framsýnar samþykki að draga samningsumboð félagsins frá SGS/LÍV til baka á fimmtudaginn enda verði samböndin þá þegar ekki búin að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

 

Deila á